28.05.2020			
	
		Þessa dagana er verið að taka móti umsóknum fyrir næsta skólaár í tónlistarnám hjá Tónlistarskóla Rangæinga.
Lesa meira
		
	 
 
	
		
		 
        
	 
		
		
				
			
					28.05.2020			
	
		Á fundi stjórnar Tónlistarskóla Rangæinga 22. maí var tekin ákvörðun um ráðningu í starf skólastjóra Tónlistarskóla Rangæinga sem auglýst var á dögunum. Niðurstaðan var að ráða Söndru Rún Jónsdóttur í starfið og mun hún hefja störf frá og með 1. ágúst 2020.
Sandra Rún Jónsdóttir er 26 ára og er með bakkalár gráðu frá Listaháskóla Íslands í skapandi tónlistarmiðlun auk meistaragráðu frá Berklee Collage of Music (Global Entertainment and Music Business). Hún starfar nú sem skóla- og hljómsveitarstjóri hjá Skólahljómsveit Austurbæjar en hefur einnig sinnt tónlistarkennslu við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og Tónlistarskólann í Garði auk þess að starfa sem deildarfulltrúi við Tónlistardeild Listaháskóla Íslands. Hún stundaði tónlistarnám frá barnsaldri og leikur á blásturshljóðfæri. Hún hefur tekið þátt í Lúðrasveitarstarfi, spilað með Léttsveit og starfað með Bjöllukór Tónlistarskólans í Reykjanesbæ. Þá hefur Sandra Rún tekið virkan þátt í margvíslegu  kóra- og leikhússtarfi.
Lesa meira
		
	 
 
	
		
		
				
			
					13.05.2020			
	
		Síðasti kennsludagur eru föstudagurinn 15. maí 2020.
Lesa meira
		
	 
 
	
		
		
		
				
			
					23.01.2020			
	
		 Eldri samsöngur í Tónlistarskóla Rangæinga vinnur nú í lögum úr söngleiknum Vesalingarnir, Les Misérables og munu flytja það í Hvolnum á þessarri önn, feb/mars.
Lesa meira
		
	 
 
	
		
		
		
				
			
					18.12.2019			
	
		 Starfsfólk Tónlistarskóla Rangæinga sendir nemendum sínum og fjölskyldum þeirra hugheilar jólakveðjur með þökk fyrir árið sem er að líða.
Sjáumst hress á nýju ári, fyrsti kennsludagur verður mánudaginn 6.
Lesa meira
		
	 
 
	
		
		
				
			
					09.12.2019			
	
		 Þann 14. desember næstkomandi verða glæsilegir tónleikar á Midgard Base Camp, Hvolsvelli.Þar koma fram Hera Björk, Unnur Birna og Björn Thoroddsen ásamt hljómsveit.Þau munu fara með okkur í ævintýralegt ferðaleg í tónum og tali þar sem þau taka sín uppáhaldsjólalög, þessi klassíku og nokkrar öðruvísi perslur sem fá að fljóta með.Þau segja einnig kostulegar sögur frá desembermánuðum þeirra enda hafa verið lítið heima við þann mánuðinn frá því þau fóru að koma reglulega fram. Hljómsveitina skipa Skúli Gíslason trommurSigurgeir Skafti Flosason bassiGaman er frá því að segja að þeir ásamt Unni Birnu kenna öll við Tónlistarskóla Rangæinga.Óborgarnleg gleði og skemmtistund í Midgard Base Camp þann 14.desember næstkomandi.
Lesa meira